Blæs nýju lífi í kosningabaráttuna

Mynd: Samsett RÚV / AP/EPA
Bandarísk og evrópsk stjórnmál voru til umræðu í Heimsglugganum á Morgunvaktinni, en tímamótasamkomulag um bjargráðasjóð ESB jafngildir ríkisútgjöldum Íslands í meira en heila öld.

Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um þessi mál.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skipti um kosningastjóra í síðustu viku og hefur breytt um áherslur í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Joe Biden, keppinautur Trumps, hefur umtalsvert forskot í skoðanakönnunum og greinilegt er að forsetinn og lið hans ætla að hleypa nýju lífi í kosningabaráttuna.

Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu um síðustu helgi stofnun bjargráðasjóðs sem koma á til aðstoðar þeim ríkjum sem vert hafa farið út úr COVID-19 farsóttinni. ESB ætlar að taka að láni upphæð sem svarar til útgjalda íslenska ríkisins í 120 ár. ESB ríki geta sótt um styrki eða lán á hagstæðum vöxtum úr bjargráðasjóðnum. Ýmsir segja að ákvörðunin um að ríkin beri sameiginlega ábyrgð á lánunum marki tímamót í sögu sambandsins.

 

thorunneb's picture
Þórunn Elísabet Bogadóttir
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi