45 talibanar og óbreyttir borgarar féllu í loftárásum

23.07.2020 - 06:38
epa08558661 An Afghan soldier is silhouetted during a training session to show their counter-terrorism skills in Gozara district of Herat, Afghanistan, 21 July 2020. In recent weeks the Taliban have intensified attacks against Afghan security forces after a brief ceasefire in late May, after almost two decades of war, to mark the end of the holy month of Ramadan. The spike in Taliban violence comes amid attempts by Kabul and the insurgents to kick off peace negotiations in Qatar in an unprecedented dialog that the United Nations Assistance Mission in Afghanistan expects to take place later this month.  EPA-EFE/JALIL REZAYEE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst 45 fórust í loftárásum afganska hersins á ætlaðar bækistöðvar talibana í austurhluta Afganistans í gær, miðvikudag. Fréttastöðin Al Jazeera hefur eftir Ali Ahmad Faqir Yar, svæðisstjóra í Adraskan í Herat-héraði, að minnst átta óbreyttir borgarar hafi verið í hópi hinna látnu. Hvort fleiri óbreyttir borgarar hafi fallið er óljóst enn.

Qari Mohammad Yousouf Ahmadi, talsmaður talibana, segir í yfirlýsingu að átta óbreyttir borgarar hafi fallið og tólf særst í tveimur loftárásum í Herat-héraði. Sagði Ahmadi árásir sem þessar auka líkur á því að talibanar, sem nýlega hefðu verið leystir úr haldi og vilji ekkert frekar en að lifa hversdagslegu lífi, grípi til vopna á ný.

Í yfirlýsingu frá afganska varnarmálaráðuneytinu segir að rannsókn sé hafin á ásökunum um að óbreyttir borgarar séu á meðal þeirra sem féllu í árásum hersins á svæðinu. Hét hann því að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu birtar opinberlega um leið og þær lægju fyrir. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi