Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ræddu ekkert um kaup á Grænlandi

22.07.2020 - 22:14
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hittust í Danmörku í dag. - Mynd: EPA-EFE / RITZAU SCANPIX
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, fundaði í Danmörku í dag með dönskum, færeyskum og grænlenskum ráðherrum. Kaup á Grænlandi voru ekki meðal umræðuefna.

Ellefu mánuðir eru liðnir síðan snurða hljóp á þráðinn í samskiptum Danmerkur og Grænlands við Bandaríkin. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist þá vilja kaupa Grænland. Skemmst er frá því að segja að ráðamenn, bæði á Grænlandi og í Danmörku, töldu hugmyndina fáránlega. Trump hugðist ræða málið við Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, í heimsókn sem skipulögð var síðsumars í fyrra. Eftir viðbrögðin hætti hann snarlega við Danmerkurferðina.

epa08560339 Danish Foreign Affairs Minister Jeppe Kofod greets US Secretary of State Mike Pompeo (R) upon his arrival for a meeting at Eigtveds Pakhus in Copenhagen, Denmark, 22 July 2020. Pompeo is in Denmark on an official visit with Arctic issues at the top of the agenda, according to media reports.  EPA-EFE/NIELS CHRISTIAN VILMANN DENMARK OUT
Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX

Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, var spurður að því á fundi með blaðamönnum hvort ósk Trump um að kaupa Grænland, hafi verið rædd. „Takk fyrir spurninguna. Það mál var afgreitt í fyrra og var ekki rætt í dag,“ sagði ráðherrann um málið.

Bandaríkin opnuðu nýlega ræðismannsskrifstofu í höfuðstaðnum Nuuk á Grænlandi. Slík hafði ekki verið þar í áratugi. Þá fá Grænlendingar fjárstyrk sem jafngildir tæpum tveimur miljörðum íslenskra króna. Samvinna á norðurslóðum var meðal þess sem ráðherrarnir ræddu í dag. „Þetta er nýtt upphaf fyrir Bandaríkin á Grænlandi,“ sagði Pompeo á blaðamannafundinum. „Við höfum opnað bandaríska ræðisskrifstofu og þannig aukið viðveru Bandaríkjanna eftir langan tíma.“ Þá upplýsti utanríkisráðherrann bandaríski að hann hafi skrifað undir viljayfirlýsingar , meðal annars um aukin umsvif í námu- og orkuiðnaði, í gegnum fjárfestingar sem yrðu gagnsæjar. 

Fram kom í máli Kofod að Danir líti á Bandaríkjamenn sem sýna nánustu bandamenn og hafi sent mannskap í sveitir NATO í Afganistan, Írak og Líbíu.