Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Próflaus ökumaður á nagladekkjum stöðvaður um hásumar

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Lögreglan stöðvaði ökumann í gær vegna þess að bifreið hans var búin nagladekkjum. Við afskipti af ökumanninum kom í ljós að hann var próflaus í þokkabót. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá þessu í færslu á Facebook í dag.

Nagladekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. október nema aðstæður gefi tilefni til annars. Sekt fyrir hvert nagladekk er 20 þúsund krónur. Heildarupphæðin er því 80 þúsund króna sekt, að því gefnu að fjögur dekk séu undir ökutækinu. Sektir vegna negldra dekkja hækkuðu árið 2018. Áður en hækkunin tók gildi var sektin 5.000 krónur fyrir hvert nagladekk.

Þótt nagladekk séu óheimil frá 15. apríl hefjast sektanir yfirleitt ekki fyrr en um miðjan maí. Í ár hófust þær þann 20. maí.

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV