Gert að fjarlægja túrtappa við líkamsleit

22.07.2020 - 07:27
epa06764145 A WA Police car is seen in Perth, Western Australia (WA), Australia, 17 May 2018.  EPA-EFE/RICHARD WAINWRIGHT  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT  EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Lögregla í Sydney í Ástralíu gerði ungri konu að fjarlægja túrtappa við líkamsleit. Í öðru tilfelli var listakonu á tónlistarhátíð gert að fara úr nærbuxunum og beygja sig fram undir hlátursglósum lögreglumanna.

Sérstök rannsóknarnefnd var látin skoða hvernig lögregluyfirvöld í borginni tækju framkvæmdu líkamsleit og reyndust fimm dæmi um slíkt misferli hafa átt sér stað.

Flest atvikin áttu sér stað á tónlistarhátíðum og upplifðu þeir sem fyrir leitinni urðu hana sem niðurlægingu.

BBC greinir frá og segir nefndina hvetja lögreglu til að biðja eina kvennanna afsökunar. Í öðru tilfelli var þegar búið að víkja lögreglumanni frá störfum. Málin voru tekin til skoðunar ýmist eftir eftir að konurnar sjálfar eða foreldrar þeirra kvörtuðu, eða eftir að fjölmiðlar tóku þau til umfjöllunar. 

Í flestum tilfellum lék vafi á því hvort leitin, sem var framkvæmd vegna gruns um fíkniefni, hefði verið lögleg.

Lögregluyfirvöld í New South Wales hafa sagst taka niðurstöður skýrsluna til skoðunar.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi