Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Bandaríkjamenn tryggja kaup á bóluefni

22.07.2020 - 14:08
epa08376919 (FILE) - A view of signage of German biopharmaceutical company BionTech in Mainz, Germany, 18 March 2020 (reissued 22 April 2020). Reports on 22 April 2020 state the German regulatory body Paul-Ehrlich-Institute in a statement said they have authorized the first clinical trial of a vaccine against COVID-19 in Germany, developed by Biontech and US-based Pfizer. The Paul-Ehrlich-Institute also said 'it is a result of a careful assessment of the potential risk/benefit profile of the vaccine candidate.'  EPA-EFE/RONALD WITTEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríkjastjórn hefur samþykkt að greiða næstum því tvo milljarða dollara fyrir 100 milljónir skammta af bóluefni við COVID-19 sem er í þróun hjá þýska fyrirtækinu BioNTech og bandaríska lyfjarisanum Pfizer.

Þýska fyrirtækið greindi frá þessu í dag og sagði að Bandaríkjastjórn hefði forgang að kaupum á allt að 500 milljón skömmtum til viðbótar.

Víða er verið að gera tilraunir með bóluefni við kórónuveirunni, en að sögn fréttastofunnar AFP bíða BioNTech og Pfizer eftir því að fá grænt ljós til að hefja tilraunir á sínu bóluefni á mönnum. Það kunni að verða fyrir mánaðamót.

Ef útkoman af því verði góð og blessun lögð yfir bóluefnið stefni fyrirtækin að því að framleiða 100 milljónir skammta fyrir árslok og hugsanlega meira en 1,3 milljarða skammta fyrir lok næsta árs.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV