Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tíminn gerist naumur í Brexit-viðræðum

epa08178728 An anti-Brexit demonstrator holds British-European flags in front of the European Parliament to express their dissatisfaction at Luxembourg place in Brussels, Belgium, 30 January 2020. Britain's withdrawal from the EU is set for midnight CET on 31 January 2020, as the Withdrawal Agreement was approved by the European Parliament on 29 January evening.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA
Bresk stjórnvöld og Evrópusambandið eiga enn eftir að ná samkomulagi um mikilvæga þætti varðandi útgöngu Breta úr sambandinu.

Viðræður standa nú yfir í Lundúnum en óttast er að erfiðlega gangi að komast að niðurstöðu í lykilmálum eftir 47 ára viðdvöl Breta í Evrópusambandinu. Ætlunin er að Bretland yfirgefi innri markað Evrópusambandsins í lok árs.

Það sem helst strandar á er hvernig aðgangi Evrópusambandsins að breskum fiskimiðum verði háttað. Fleira ber þó í milli. Mikilvægt er að tryggja að bresk fyrirtæki líði ekki fyrir útgönguna, til að mynda vegna hárra tolla. Orðspor Bretlands gæti verið í hættu verði samningurinn til þess að smyglstarfsemi skyti upp kollinum. Viðskiptasamningur þarf því að vera mjög skýr.

Sömuleiðis þarf að liggja skýrt fyrir hvernig landamæravörslu verður háttað. Írum er einkum umhugað að tryggja það enda er einu landamæri Evrópusambandsins og Bretlands milli Írlands og Norður-Írlands.

Í júní síðastliðnum lofaði Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands að blása nýju lífi í viðræðurnar og kvaðst þá þess fullviss að hægt væri að ljúka viðræðum í júlí. Ekkert bendir þó til að það muni takast.

Bretar neita staðfastlega að lengja aðlögunartímabilið og hafna alfarið að láta viðræðurnar dragast út árið. Evrópusambandinu virðist ekki liggja eins mikið á. Því myndi duga að samningur væri tilbúinn fyrir lok október til að Evrópuþingið og aðrar stofnanir sambandsins gætu staðfest hann.