Taylor Swift á tvífara í heimabæ sínum

Mynd með færslu
 Mynd: Taylor Swift

Taylor Swift á tvífara í heimabæ sínum

21.07.2020 - 14:16
Hjúkrunarfræðingur að nafni Ashley setti myndband á samfélagsmiðilinn Tiktok í vikunni. Þar segir hún að margir haldi að hún sé Taylor Swift. Þær eru virkilega líka og eru báðar búsettar í Nashville.

Í myndbandinu sýnir Ashley að víða er hún stoppuð beðin um mynd: Á stefnumóti, þegar hún kaupir í matinn og víðar í verslunum. Hún segist hafa haft gaman að því að gera sig fína en segir svo í lok myndbandsins: „Hætt að gera mig fína áður en ég fer út.“ 

Það er skiljanlegt að fólk rugli þeim saman, enda eru þær með alveg eins hár og með svipaða líkamsbyggingu og svo búa þær báðar í Nashville. Við myndbandið hefur verið skrifað: „Þú ert líkari Taylor en hún sjálf.“