Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Samstöðuverkföll með Black Lives Matter

epa08557367 A man holds a sign demanding higher pay for teachers at a Black Lives Matter protest outside of the University of Southern California in Los Angeles, California, USA, 20 July 2020. The protest was part of a nationwide strike for Black lives, calling on corporations and the government to take action against economic and systemic inequality.  EPA-EFE/CHRISTIAN MONTERROSA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tugir þúsunda starfsfólks í margskonar fyrirtækjum og stofnunum víðsvegar um Bandaríkin tóku þátt í samstöðuverkfalli með Black Lives Matter hreyfingunni í gær.

Dagblaðið Washington Post greinir frá því að um 1500 húsverðir í San Franscisco og næstum sexþúsund úr starfsliði hjúkrunarheimila í New York ríki, New Jersey og Connecticut hafi yfirgefið vinnustaði sína.

Nákvæmur fjöldi þeirra sem tóku þátt liggur þó ekki fyrir, Fólkið gekk hreinlega út af vinnustöðum sínum um stund til að leggja áherslu á mikilvægi þess að ástundun kerfislægs rasisma í landinu verði hætt.

Í New York var mótmælt fyrir framan Trump International hótelið og þess krafist að löggjöf til stuðnings heimilum í vanda vegna kórónuveirufaraldursins hljóti brautargengi í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Lögin sem ganga undir heitinu HEROES voru samþykkt í fulltrúadeildinni í maí. Demókratar hafa þar meirihluta en lögin sitja föst í öldungadeildinni þar sem Repúblikanar ráða ríkjum.

Hreingerningarfólk, dyraverðir og hjúkrunarfólk tók þátt í mótmælunum í hitasvækjunni sem nú er í New York. Öll tilheyra þau starfsstéttum sem samviskusamlega mættu til vinnu sinnar meðan kórónuveiran fór hamförum í borginni og varð 22 þúsundum íbúa hennar að bana. Hættan á smiti var sérstaklega mikil meðal fólks í þessum störfum.

„Við tryggðum öryggi allra og héldum efnahagnum gangandi, sérstaklega hér í borginni. Fyrir það eigum við skilið virðingu og umbun,” er haft eftir Jordan Weiss ríflega fertugum dyraverði. Íbúar borgarinnar af afrískum og rómönskum uppruna urðu sérstaklaga illa fyrir barðinu á kórónuveirunni í New York.