Málamiðlun í Brussel

21.07.2020 - 02:21
epaselect epa08557305 German Chancellor Angela Merkel (R) chats with French President Emmanuel Macron (C) while both wear face masks during a roundtable discussion on the fourth day of the ongoing Special European Council leaders' summit, the first face-to-face meeting between EU statespeople held since the eruption of the ongoing pandemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus, in Brussels, Belgium, 20 July 2020. The heads of state and government discussed the bloc's response to the pandemic and the new long-term budget.  EPA-EFE/JOHN THYS / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð málamiðlun í þeim þætti umræðnanna um bjargráðasjóð vegna Covid-19 sem snýr að því hvort neita megi þeim ríkjum um aðstoð af hálfu sambandsins sem talin eru fara á svig við regluverk þess.

Spjótum hefur einkum verið beint að Ungverjalandi og Póllandi sem á móti hafa hótað að beita neitunarvaldi sínu. Með því hefðu þau frestað 750 milljóna evru björgunarpakka sambandsins.

Málamiðlunin byggir á því að 55% sambandsríkjanna, fulltrúar 65 prósent íbúa þeirra, þyrftu að samþykkja neitun um greiðslur á grundvelli brota á reglum þess.

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er sagður fagna málamiðluninni, hún sé stórsigur fyrir hann. Ungverjaland stendur frammi fyrir rannsókn af hálfu Evrópusambandsins vegna alræðistilburða hans.

Hart hefur verið tekist á í Brussel einkum um hvert hlutfall láns og styrkja innan bjargráðasjóðsins eigi að vera.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi