Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni hér.
Böðvar æfði handbolta í átta ár. Hann ákvað svo að leggja handboltaskóna á hilluna og fara á fullt í lyftingar eftir að hafa þurft að sitja á bekknum heilan leik. „Mamma og pabbi ákváðu að koma horfa á, sem þau gerðu mjög sjaldan og ég sit á bekknum allan leikinn, fyrri hálfleik og allan seinni hálfleik og varð svo sár.“ Eftir leikinn býður pabbi Böðvars honum með sér í ræktina. Ræktin og lyftingar heilluðu hann og hann hefur verið á fullu í því síðan.