Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Hundrað þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Rúmlega hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og 45 þúsund hafa nú þegar nýtt hana, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.

Um það bil 25 þúsund hafa nýtt ferðagjöfina á síðustu tíu dögum. Hún var gerð aðgengileg á Ísland.is fyrir mánuði, þann 19. júní.

Þriðjungur hefur nýtt ferðagjöfina til að greiða fyrir gistingu. Þá hafa tæp þrjátíu prósent nýtt hana í afþreyingu og rúmur fjórðungur í veitingar. Ellefu prósent hafa notað ferðagjöfina í samgöngur. 

 

Allir sem hafa lögheimili á Íslandi og eru fæddir árið 2002 eða fyrr eiga kost á að nýta 5000 króna ferðagjöf frá stjórnvöldum. Ferðagjöfin er liður í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við ferðaþjónustu á Íslandi. Nálgast má ferðagjöfina á Ísland.is