Hamilton segir aðgerðaleysi innan Formúlu 1 skammarlegt

epa08555117 A handout photo made available by the FIA shows winner British Formula One driver Lewis Hamilton of Mercedes AMG GP addressing to media after the Formula One Grand Prix of Hungary in Mogyorod, Hungary, 19 July 2020.  EPA-EFE/FIA/F1 HANDOUT SHUTTERSTOCK OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - FIA/F1

Hamilton segir aðgerðaleysi innan Formúlu 1 skammarlegt

21.07.2020 - 12:48
Lewis Hamilton, sexfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er ósáttur við lið innan Formúlunnar og Formúlusambandið vegna aðgerðaleysis gegn kynþáttamismunun.

Hamilton hefur verið öflugur í baráttunni gegn kynþáttamismunun og hefur mikið tjáð sig um mismunun innan formúlunnar en hann er eini þeldökki keppandinn þar. Til að mynda tilkynnti Mercedes, sem Hamilton keppir fyrir, að liðið myndi keppa á svörtum bílum á núverandi tímabili til að ýta undir fjölbreytileika í akstursíþróttum.

Í gær birti Hamilton svo færslu á Instagram þar sem hann segir að margt þurfi að breytast innan Formúlunnar. „Það er skammarlegt hve mörg lið hafa ekki tjáð sig og sagst ætla gera eitthvað í misréttinu,“ segir hann.  „Og að ekki hafi gefist tími til að finna ákveðið látbragð til að styðja við baráttuna gegn rasisma fyrir keppnina,“ Hamilton sjálfur kraup á hné fyrir keppnina til að sýna baráttunni samstöðu en sagðist hafa upplifað óskipulag og að það væri verið að ýta á eftir honum. „Formúlan og FIA þurfa að gera meira,“ segir hann.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Today I raced for everyone out there who is pushing to make positive change and fight inequality, however, sadly, as a sport we need to do so much more. It is embarrassing that many teams have not made any public commitment to diversity or that we couldn’t properly find time to make a symbolic gesture in support of ending racism before the race. Today felt rushed and massively lacked organisation and effort, which in turn dilutes the message and makes it seem like there was something more important. It doesn’t matter if you stand or kneel, but we should be showing the world that F1 is united in its commitment to equality and inclusivity. F1 and the FIA need to do more. There is no quick fix for racial inequality, but it is certainly something that we can’t just acknowledge once and then move on. We have to stay focussed, keep highlighting the problem and hold those with the power accountable. #BlackLivesMatter #EndRacism

A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on