Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Ekkert fararsnið á Tyrkjum

21.07.2020 - 16:01
epa08417310 Turkish army soldiers guard the road and prevent civilians from ferrying to ensure protection for the Russian-Turkish joint patrol in Idlib, Syria, 12 May 2020. Turkey and Russia  joint  patrol on the M4 highway was hit by an artillery shell but without damage done.  EPA-EFE/Yahya Nemah
Tyrkneskir hermenn í Idlib-héraði í Sýrlandi. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tyrkneskt herlið verður áfram í Sýrlandi þangað til búið verður að tryggja þar frið, öryggi og frelsi fyrir þegna landsins. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í dag.

Hann fordæmdi jafnframt þingkosningarnar sem haldnar voru á yfirráðasvæðum stjórnvalda í Damaskus í fyrradag og talaði um svokallaðar kosningar, sem ekkert væri að marka.

Tyrkir hafa frá 2016 þrisvar sinnum farið með her inn í Sýrland til að berjast gegn hryðjuverkasveitunum sem kenna sig við íslamskt ríki og vopnuðum sveitum Kúrda.

Tyrkir hafa auk þess frá upphafi uppreisnarinnar í Sýrlandi 2011 stutt vopnaðar sveitir vilja koma Bashar al-Assad Sýrlandsforseta frá völdum.