Bretland eitt helsta skotmark Rússa

21.07.2020 - 10:08
Erlent · Bretland · Rússland · Evrópa
epa02162522 The Houses of Parliament are pictured in London, Britain 18 May 2010. The House of Commons returns to work on 18 May, with 227 MPs starting work at Westminster for the first time, the largest number in a generation.  EPA/ANDY RAIN
 Mynd: EPA
Trúverðugar upplýsingar benda til að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014.

Þetta kemur fram í skýrslu njósna- og öryggismálanefndar breska þingsins um meint afskipti Rússa af breskum stjórnmálum. Bretland sé eitt helsta skotmark Rússa meðal vestrænna ríkja.

Í skýrslunni segir að erfitt verði hins vegar og jafnvel útilokað að sanna ásakanir um að stjórnvöld í Moskvu hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, árið 2016, en það beri engu að síður að rannsaka ítarlega.

Það sé áhyggjuefni hve Rússar séu öflugir í netheimum, auk þess sem Rússar með náin tengsl við Vladimir Pútín forseta séu vel tengdir inn í breskt samfélag, viðskiptalíf og stjórnmál.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi