Aurskriður féllu á Reykjastrandarveg

21.07.2020 - 11:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Vegurinn um Reykjaströnd í Skagafirði er lokaður eftir aurskriðu sem féll á sunnudag. Lítill hópur ferðafólks varð innlyksa á Reykjum eftir aurskriðuna en verktakar aðstoðuðu fólk að komast sína leið áður en svæðinu var lokað.

Skriður á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra

Eftir mikið úrhelli á landinu um helgina féllu aurskriður víða á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Í Bolungarvík urðu skriðuföll og grjóthrun. Eins urðu hreyfingar ofan Ísafjarðarbæjar. Þá féll skrðia á veginn á Reykjaströnd í Skagafirði. Vegurinn er lokaður og óvíst hvenær umferð verður leyfð á ný. Víglundur Rúnar Pétursson er yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki.

„Allt mettað í vatni“

„Það féllu þarna tvær, þrjár skriður út af vatni og aur úr Tindastólnum. Það sem við erum að gera núna, við þurftum að loka veginum á sunnudaginn því að það er allt mettað í vatni að það bara komu drulluslörk og bílarnir komust ekki á staðin þannig að vegurinn er lokaður eins og er, við vorum að afvatna veginn eins og við gátum og erum að reyna að keyra í hann í dag og stefnum að því að opna hann sem fyrst ef að það þorna eitthvað um.“

Nú urðu einhverjir ferðamenn innlyksa þarna við Grettislaug. Hvernig er staðan á því?

„Já náttúrlega þegar vegurinn var búinn að taka skriðuna þá varð vegurinn ófær. Það kom bara drulla í veginn og bílar festur sig þana á sunnudeginum en þeir sem voru fyrir utan þeim var bara hjálpað suður fyrir. Svo þeir yrðu ekki lokaðir þarna af og veginum svo lokað þegar mannskapurinn var farinn af svæðinu.“

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi