Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Spurð hvort kærastinn hafi samið lögin

Mynd: Gunnlöð / Facebook

Spurð hvort kærastinn hafi samið lögin

20.07.2020 - 14:35

Höfundar

Elín Hall gaf nýlega út sína fyrstu sólóplötu, Með öðrum orðum. Platan er persónuleg og það var Elínu hjartans mál að fólk fyndi að platan kæmi alfarið frá henni sjálfri og „að þú skynjir að þetta sé bara einhver menntaskólastelpa uppi í rúmi að semja lög á gítar,“ eins og hún segir sjálf.

Elín segir þörfina fyrir að gefa út svo hráa og persónulega plötu snúast um það að hluta til að gera það ljóst að hún eigi plötuna sjálf, en hún segir að frá því að þegar hún byrjaði að semja tónlist hafi fólk viljað eigna öðrum verk hennar. Fyrst hafi hún fengið spurningar um hvort að foreldrar hennar hafi samið lög hennar en nú í seinni tíð geri fólk frekar ráð fyrir því að kærastinn hennar semji eða útsetji fyrir hana. „Ég segi alltaf bara: Neibb, þetta er mitt.“

Elín mætti í Tengivagninn og sagði frá biðinni eftir unglingsárunum, tónlistinni og sannleikskorni um lífið í boði Björns Jörundar. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Kul, Elín Hall og Kahninn með nýtt

Kvikmyndir

Villisvín trufluðu kynlífssenuna