Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sjóræningjar með þrettán í haldi

20.07.2020 - 07:09
In this photo taken Monday, Oct. 27, 2014, the Aris 13 oil tanker is seen from a helicopter in the harbor of Gladstone, Australia. Pirates have hijacked the Aris 13 oil tanker off the coast of Somalia, officials and piracy experts said Tuesday, March 14,
Olíuskipið Aris 13. Mynd: ASSOCIATED PRESS - Tropic Maritime Images
Sjóræningjar rændu grísku tankskipi í Gíneuflóa undan ströndum Benín í Vesturafríku á föstudaginn. Á annan tug rússneskra og úkraínskra skipverja eru í haldi sjóræningjanna.

Sjóræningjar halda mjög til í flóanum, ræna skipum og áhöfnum og krefjast lausnargjalds. Það veldur því að flóinn er álitinn eitt hættulegasta hafsvæði heims.

Gríska skipið rekur nú um flóann enda eru aðeins örfáir skipverjar um borð til að halda öllu gangandi. Sjóræningjarnir hafa þrettán af nítján manna áhöfn í haldi.

Að sögn talsmanns gríska skipafélagsins hefur það sent annað skip til aðstoðar tankskipinu. Jafnframt verður allt gert til þess að hinir föngnu skipverjar verði látnir lausir.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV