Konungur Sádi-Arabíu á sjúkrahúsi

20.07.2020 - 08:59
epa05851395 Saudi Arabia's king Salman bin Abdulaziz Al Saud during a meeting with Chinese President Xi Jinping (not seen) at the Great Hall of the People in Beijing, China, 16 March 2017. Saudi Arabia's King Salman bin Abdulaziz Al Saud is in
Salman, konungur Sádi-Arabíu. Mynd: EPA - GETTY IMAGES POOL
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu, var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna sýkingar í gallblöðru. Hann er orðinn 84 ára og hefur verið við völd frá árinu 2015. Vegna þessa hefur opinberri heimsókn Mustafa al-Kadhemis, forsætisráðherra Íraks, verið frestað þar til konungur er orðinn heill heilsu að nýju, að því er opinber fréttastofa Sádi-Arabíu greindi frá í dag. Sjaldgæft er að þarlendir fjölmiðlar fjalli um heilsu Salmans konungs.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi