Kærir þyrluflug á Hornströndum

20.07.2020 - 19:23
Mynd með færslu
 Mynd: ?? - imkid.com
Umhverfisstofnun hefur lagt fram kæru til lögreglu vegna tveggja þyrlna sem lentu í friðlandinu á Hornströndum í byrjun vikunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.

Um borð í þyrlunum voru hópar ferðamanna. Þyrlur mega hvorki fljúga né lenda í friðlandinu nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Stofnunin, ásamt lögreglu, rannsakar nú atvikið. 

Vísir greindi frá því í dag að um hafi verið að ræða ferðamenn frá Bandaríkjunum. Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við Vísi að atvik af þessu væru sjaldgæf. Hún bætti við að ekki væri við ferðamennina að sakast, heldur þyrlufyrirtækið. 

Fleiri tíðindi úr umdæminu voru reifuð í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum. Þar var vonskuveður síðustu helgi og aurskriður féllu á nokkrum stöðum. Taka þurfti veg í sundur við tjaldstæðið í Tungudal vegna vatnavaxta. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi