Ekki búið að kæra siglingu gamla Herjólfs

20.07.2020 - 13:07
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Vinnustöðvun háseta, bátsmanna og þjónustufólks um borð í Herjólfi hefst á miðnætti í kvöld og stendur í tvo sólarhringa. Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að viðræður séu í gangi og að deilan verði leyst við samningaborðið.

Hann vildi ekkert tjá sig um það hvort gripið yrði til aðgerða ef gamli Herjólfur sigldi milli lands og eyja eins og síðast. Hann segir að ekki sé búið að kæra þá ákvörðun, en það verði gert, að óbreyttu.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að komi til verkfalls verði gamli Herjólfur notaður til að sigla fjórar ferðir á dag með lágmarksþjónustu. Nauðsynlegt sé að halda þessum þjóðvegi opnum.

Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, segir í samtali við fréttastofu að slíkt sé verkfallsbrot, þarna sé annað fólk látið ganga í störf þeirra sem séu í verkfalli.   
 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi