Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nýr vegur í Vesturdal spillir landslaginu

Mynd með færslu
 Mynd: Sigþrúður Stella Jóhannsdót
Breiður og mjög upphækkaður vegur í Vesturdal sunnan Hljóðakletta gnæfir yfir tjaldstæði og spillir landslaginu. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum segir að lagning vegarins á þennan hátt séu mikil mistök. Ekki sé ljóst hver hafi tekið ákvörðun um að hanna svæðið á þennan hátt.

Allt of mikið upphækkaður vegur

Sigþrúður Stella var á ferðinni í Vesturdal fyrir nokkrum dögum. Svæðið er innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Verið er að leggja Dettifossveg en einnig afleggjara frá honum niður í Vesturdal að bílastæðum við Hljóðakletta. Einnig er verið að leggja nýjan veg upp á Langavatnshöfða og nýtt bílastæði þar sem er útsýni yfir svæðið og gönguleiðir inn í Hljóðakletta. 

Vegurinn liggur gegnum tjaldstæðið og hann er mjög mikið uppbyggður  
„Og í stað þess að láta veginn liggja bara vel í landinu og bílastæðin kannski 20-30 sentímetra yfir landinu þá er verið að byggja hann miklu hærra upp þannig að hann er alveg hálfur metri til einn metri yfir landinu og sums staðar jafnvel meira.“

Mynd með færslu
 Mynd: Sigþrúður Stella Jóhannsdót
Um 50 cm hár kantur upp fyrir tjaldsvæðið og á eftir að bætast ofan á hann.

Stór og breiður vegur gnæfir yfir

Vegurinn liggur gegnum tjaldstæðið og hann er mjög mikið uppbyggður  

„Og í stað þess að láta veginn liggja bara vel í landinu og bílastæðin kannski 20-30 sentímetra yfir landinu þá er verið að byggja hann miklu hærra upp þannig að hann er alveg hálfur metri til einn metri yfir landinu og sums staðar jafnvel meira.“  
 
Þetta verði til þess að stór og breiður vegur gnæfir yfir svæðið.

„Og verður allt svona stórkallalegra í stað þess að þetta liggi í landinu og sé hannað eins og upplifunarvegur en ekki einhver hraðbraut.“

Vegagerðin öll sé mjög mikil mistök. 

Mynd með færslu
 Mynd: Sigþrúður Stella Jóhannsdót
Hár kantur á nýju bílastæði sem nær inn á tjaldsvæðið. Enn á eftir að bæta efni ofan á bílastæðið.

Brá í brún þegar hún sá svæðið

Hönnunin hafi komið á óvart og ekki sé ljóst hver tók ákvörðun um að hafa svæðið svona. Sigþrúður Stella fór um svæðið í vor og þá lýsti hún áhyggjum sínum við þjóðgarðsvörð sem sagði að svæðið myndi líta betur út þegar verkið væri lengra komið. 

„Og maður hélt að það yrði raunin, þannig að þegar ég kom núna um helgina þá brá mér mjög mikið og mér finnst bara mjög illa að þessu staðið og mjög sorglegt að sjá hvernig á að gera svæðið.“ 

Mynd með færslu
 Mynd: Sigþrúður Stella Jóhannsdót
Vegbreiddin er a.m.k. 7 metrar, rétt við innra bílastæðið.
Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV