Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Mikill glaumur á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Hávær gleðskapur var víða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Lögreglan fékk ríflega tuttugu tilkynningar um gleðilæti og glaum víðsvegar um borgina, þá fyrstu skömmu eftir miðnætti. Enn er óheimilt að hafa skemmti- og veitingastaði opna lengur en til kl. 23.

Nokkuð var einnig um þjófnað og gripdeildir, líkamsárásir, heimilisofbeldi, nágrannaerjur og umferðaróhöpp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði því í næg horn að líta í nótt.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV