Mary Trump: „Donald átti erfiða æsku"

epa08546122 Copies of the book by Mary Trump, 'Too Much and Never Enough: How My Family Created the World’s Most Dangerous Man', are seen available at a bookstore in Alexandria, Virginia, USA, 14 July 2020. The neice of US President Donald J. Trump, Mary Trump, had been blocked by a court order from publicizing her tell-all book until the day before the book release. Released 14 July 2020, the book has gained attention as an intimate look into the private life of US President Trump.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Mary Trump: „Donald átti erfiða æsku"

19.07.2020 - 02:48

Höfundar

Mary Trump frænka Bandaríkjaforseta sem nýverið gaf út bókina Of mikið og aldrei nóg. Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann í heimi, segir Donald Trump hafa átt afskaplega vonda æsku.

Mary, sem er sálfræðingur að mennt, sagði í viðtali við Chris Cuomo á CNN sjónvarpsstöðinni að uppeldi Donalds Trump og hvernig foreldrar hans komu fram við hann geri hann óhæfan til að stjórna þegar á móti blási.

Mary Trump segist jafnframt búast við að forsetanum eigi frekar eftir að hnigna en hitt. Forsetinn sagði frænku sína sjálfa vera í hönk og að hvert orð sem hún skrifaði væri lygi.

Trump sagði Mary sömuleiðis hafa brotið lög með skrifum sínum, að margar bækur góðar og slæmar hafi verið skrifaðar um sig. Hann segist búast við að bækurnar eigi eftir að verða mun fleiri. 

Hann húðskammaði hana jafnframt fyrir að ráðast að foreldrum hans, sem hefðu hvort eð er aldrei þolað hana. Bók Mary Trump hefur þegar selst í tæpum milljón eintökum.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Ný bók um Donald Trump selst sem heitar lummur

Erlent

Trump vill stöðva útgáfu bókar frænku sinnar