Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Jarðskjálfti 4,7 stig á Tjörnesbrotabeltinu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig mældist norð-norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt.

Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn á Siglufirði, í Ólafsfirði, á Hofsósi, Dalvík og á Húsavík. Síðan hafa mælst um fjörutíu eftirskjálftar.

Þetta er stærsti skjálftinn þarna síðan 21. júní en sá mældist 5,8 stig. Skjálftavirkni hefur verið mikil umhverfis Tjörnsesbrotabeltið en um 14 þúsund skjálftar hafa mælst þar frá því skjálftahrinan hófst 19. júní síðastliðinn.