Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Guðrún Brá og Hákon Örn með forystuna

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ

Guðrún Brá og Hákon Örn með forystuna

19.07.2020 - 12:04
Fyrri hring dagsins í Hvaleyrarbikarnum í golfi er lokið. Mótið var stytt í 36 holur eftir að fresta varð keppni í gær og á föstudag.

Allar 36 holurnar eru því leiknar í dag, en mótið er hluti af golfmótaröð GSÍ. 

Keppni hófst klukkan hálfsjö í morgun í rjómablíðu. Ræst var af öllum teigum og að loknum fyrri hringnum eru þau Hákon Örn Magnússon úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili efst.

Hákon Örn hefur leikið á 4 undir pari og er með eins höggs forskot á Sverri Haraldson úr GM.

Guðrún Brá er á 2 undir pari og með fjögurra högga forskot á Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur úr Golfklúbbi Selfoss. Síðari hringur mótsins er svo núna eftir hádegi og er búist við að keppni ljúki um áttaleytið.