Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu

epa08424254 A woman wearing protective mask walks in front of a coronavirus graffiti showing a doctor with a face mask strangling with the coronavirus disease (COVID-19) pandemic on a wall in front of hospital in Krasnogorsk, Moscow region, Russia, 15 May 2020.Moscow Mayor Sergei Sobyanin announced of resumption of work of industrial and construction enterprises in Moscow from 12 May, in accordance with implementation of measures to support the economy and the social sector, while the restrictions imposed due to coronavirus situation, on operation of most organisations, including city's parks, and demands on self-isolation for residents would still be valid until 31 May 2020. Moscow authorities make face masks and gloves compulsory on public transport and in shops from May 12.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
Kona gengur framhjá veggmynd við sjúkrahús í Moskvu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.

Þetta kemur fram á vef DR. Hingað til hefur ekki verið skylda að hylja vit sín á almannafæri í Danmörku en Jens Lundgren sérfræðingur við Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn væntir þess að breyting verði þar á þegar hausta tekur.

Önnur bylgja kórónuveirufaraldursins gæti skollið á í sumarlok og því álítur Lundgren að vert sé að vera við öllu búin. Víða í Bandaríkjunum og í Melbourne í Ástralíu er skylda að bera andlitsgrímu á almannafæri. Svipaðar reglur taka gildi í Frakklandi og á Bretlandi í næstu viku. Alls hafa um 130 ríki sett einhvers konar reglur um um smitvarnir af þessu tagi.

Jens Lundgren segir skynsamlegt að bera grímu þar sem fjöldi fólks kemur saman. Það eigi t.d. við í verslunum og almenningssamgöngum. Um miðjan júní ráðlagði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) að vert væri að hafa grímu fyrir munni og nefi í margmenni.

Ekki var umsvifalaust brugðist við þeim tilmælum í Danmörku en fyrir tveimur vikum kom tilkynning frá danska heilbrigðis- og lyfjaeftirlitinu um að hyggilegt væri að bera grímu við vissar aðstæður.

Viðamikil dönsk rannsókn á gildi andlitsgríma við smitvarnir er væntanleg innan skamms. Sérfræðingar hafa verið varfærnir við að hvetja til notkunar þeirra vegna þess að óvissa væri uppi um varnargildi þeirra.

Andlitsgrímur gætu veitt falska öryggiskennd og þær kæmu aldrei í stað tíðs handþvottar og sprittunar.