Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Fjórtán þúsund jarðskjálftar fyrir norðan

19.07.2020 - 17:56
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jarðskjálfti, 3,9 að stærð, varð fyrir 40 mínútum úti fyrir mynni Eyjafjarðar og fannst hann víða á Norðurlandi. Fjórtán þúsund skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst þar 19. júní. 

Skjálftinn varð kl. 17:21 um tíu kílómetra norðnorðvestur af Gjögurtá. Þetta er fjórði skjálftinn stærri en þrír síðan klukkan þrjú í nótt á þessum stað. Stærsti skjálftinn varð í nótt og mældist 4,3. Báðir þessir skjálftar fundust víða á Norðurlandi segir á vef Veðurstofunnar. Skjálftinn í nótt er sá stærsti síðan 21. júní en þá varð skjálfti upp á 5,8.

Skjálftahrinan hófst 19. júní og hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar mælt fjórtán þúsund skjálfta. Áfram eru líkur á því að fleiri skjálftar muni verða, segir Veðurstofan.