250 milljónir fyrir körfuboltaspjald

epa06307055 Cleveland Cavaliers forward LeBron James looks on during the first half of the NBA game between the Cleveland Cavaliers and Washington Wizards, at Capitol One Arena in Washington, DC, USA, 03 November 2017.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers mæta Indiana Pacers í oddaleik. Mynd: EPA

250 milljónir fyrir körfuboltaspjald

19.07.2020 - 18:21
Safnari greiddi í gær 1,8 milljónir Bandaríkjadollara, andvirði 250 milljóna króna, fyrir körfuboltaspjald með mynd af LeBron James. Hann spilar nú fyrir Los Angeles Lakers en körfuboltaspjaldið var gefið út í litlu upplagi þegar James lék sitt fyrsta tímabil í NBA-deildinni, þá með Cleveland Cavaliers.

Körfuboltaspjaldið var gefið út í 23 eintökum, til samræmis við númerið á treyju LeBron James. Spjaldið var áritað af honum og í nær fullkomnu ástandi. 

Þegar uppboðið á spjaldinu hófst í gær var fyrsta boð 150 þúsund dollarar, andvirði 21 milljónar króna. Boðin hækkuðu ótt og títt og fór svo á endanum að körfuboltaspjaldið fór fyrir hæstu fjárhæð sem greidd hefur verið fyrir slíkan minjagrip. Fyrra metið var sett þegar hafnaboltaspjald með mynd af Mike Trout seldist á 923 þúsund dollara, andvirði 130 milljóna króna.