Tómas Þórður til Spánar

Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Marian Kolodziejski

Tómas Þórður til Spánar

18.07.2020 - 11:15
Tómas Þórður Hilmarsson, körfuboltamaður í Stjörnunni, er genginn til liðs við Aquimisa Carbajosa á Spáni.

Mbl.is greinir frá þessu í dag.

Tómas Þórður hefur leikið alla sína tíð með Stjörnunni og lék sína fyrstu leiki með meistaraflokkið árið 2011. Á síðustu leiktíð skoraði hann 9 stig að meðaltali í leik, tók 8 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hann hefur spilað sex leiki með A-landsliði Íslands.

Aquimisa Carbajosa leikur í þriðju efstu deild á Spáni en liðið er frá borginni Salamanca í vesturhluta Spánar.