Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Mike Pompeo fundar með ráðherrum danska konungsríkisins

Mynd með færslu
Kristjánsborgarhöll, þar sem danska þingið kemur saman til funda. Mynd: Shutterstock
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með dönskum starfsbróður sínum Jeppe Kofod næstkomandi miðvikudag.

Fundurinn fer fram í Kaupmannahöfn. Utanríkisráðherrum Grænlands og Færeyja, þeim Steen Lynge og Jenis av Rana, hefur einnig verið boðið til fundarins.

Umræðuefni fundarins er málefni norðurslóða og því þótti eðlilegt og við hæfi að bjóða fulltrúum Grænlands og Færeyja, sem hluta af konungsríkinu Danmörku, að borðinu.