Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Laxveiði reynd í Andakílsá að nýju

18.07.2020 - 04:39
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Í vikunni hófust tilraunaveiðar í Andakílsá í Borgarfirði.

Skessuhorn greinir frá þessu á vef sínum. 

Fyrir þremur árum var ríflega tuttugu þúsund rúmmetrum af aur veitt í ána úr miðlunarlóni Andakílsvirkjunar, fyrir mistök.

Nú hefur verið ákveðið að heimila veiði í sextíu daga í sumar á eina stöng. Veiðimenn vanir ánni mega einir renna fyrir fisk með þeim kvöðum að aðeins megi drepa tvo fiska á dag og úr þeim skuli taka sýni til rannsókna.

Veiðin fyrstu dagana bendir til þess að tekist hafi að endurheimta lífríki árinnar.

Næstu skref varðandi veiðar í Andakílsá verða teknar á grundvelli þeirrar reynslu sem fæst í sumar.