Verðlaunahátíðin var haldin með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.
Með verðlaununum bætist enn ein skrautfjöðrin í hatt Hildar sem hefur hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna fyrir tónlist sína undanfarin ár.
Fyrr á þessu ári hlaut hún Golden Globe verðlaun, BAFTA og Óskar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker.
Þetta ár færði Hildi einnig Grammy verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þáttaröðin um Chernobyl slysið árið 1986 var sigursæl á hátíðinni, hlaut alls sjö verðaun.