Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA

epa08188414 Hildur Gudnadottir attends the 73rd annual British Academy Film Award at the Royal Albert Hall in London, Britain, 02 February 2020. The ceremony is hosted by the British Academy of Film and Television Arts (BAFTA).  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA - RÚV

Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA

18.07.2020 - 02:39

Höfundar

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gærkvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin var haldin með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.

Verðlaunahátíðin var haldin með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.

Með verðlaununum bætist enn ein skrautfjöðrin í hatt Hildar sem hefur hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna fyrir tónlist sína undanfarin ár.

Fyrr á þessu ári hlaut hún Golden Globe verðlaun, BAFTA og Óskar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker.

Þetta ár færði Hildi einnig Grammy verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þáttaröðin um Chernobyl slysið árið 1986 var sigursæl á hátíðinni, hlaut alls sjö verðaun.

Tengdar fréttir

Tónlist

Hildur Guðnadóttir fær enn eina tilnefninguna

Sjónvarp

Hildur Guðnadóttir ekki tilnefnd til Edduverðlauna

Mynd með færslu

Sjónvarpsfréttir: Hildur Guðna og Óskarsverðlaunin

Tónlist

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Golden Globe-verðlauna