Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Flæddi í Stjórnsýsluhúsið og yfir göngustíg á Húsavík

18.07.2020 - 16:15
Mynd með færslu
 Mynd: Henning Þór Aðalmundsson - RÚV
Vatn flæddi í kjallara stjórnsýsluhússins á Húsavík í dag og í fleiri kjallara vegna úrkomu. Dýpt vatnsins í stjórnsýslukjallarans var eitt fet, segir slökkviliðsstjórinn. Slökkviliðið hefur nýlokið við að losa úr grindum í Búðará til að varna því að áin flæddi yfir bakkana. Hún hefur þegar flætt yfir göngustíg.

Grímur Kárason slökkilviðsstjóri Norðurþings segir tvo hópa slökkviliðsmanna hafa verið kallaða út í morgun unnið við að losa vatn úr kjöllurum: 

„Það flæddi hérna inn í kjallara í nokkrum húsum og mjög mikið inn í kjallarann á Stjórnsýsluhúsinu hjá okkur,“ segir Grímur, „Það var tæpt fet [að dýpt]. Það var svo sem ekki mikið af dóti sem skemmdist. Það var svona eitthvað af pappírsdóti sem var þarna þó sem blotnaði.“

Búðará sem rennur í gegnum bæinn flæddi yfir gönguleið. 

„Við vorum bara svona rétt að klára að koma því í stand, hleypa úr stíflunni hérna og verka frá þessu.“

Áin rennur í gegnum grindur áður en hún rennur í stokka sem liggja niður í sjó. Grindurnar voru stíflaðar og því var farið að flæða inn í nærliggjandi garða, segir Grímur, og yfir göngustíg. 

Er einhver rigning hjá ykkur núna?

„Já, það er nú bara að byrja aftur í þessum töluðu svona bara býsna mikil rigning.“

Úr því að það er farið að rigna aftur þá áttu nú von á því að þið verðið svona í startholunum að hlaupa ef kallið kemur?

Já, já, við erum það alltaf þannig að við bara reiknum alveg eins með því.“ 

Mynd með færslu
 Mynd: Henning Þór Aðalmundsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Henning Þór Aðalmundsson - RÚV
Mikið í Búðará á Húsavík.