Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Erfiður dagur hjá Haraldi og Guðmundi

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ

Erfiður dagur hjá Haraldi og Guðmundi

18.07.2020 - 15:00
Úrhellisrignin setti strik í reikninginn hjá keppendum á Euram Bank mótinu í golfi í Austurríki í dag. Mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni og eru þeir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson á meðal keppenda.

Haraldur og Guðmundur áttu báðir í basli í bleytunni í dag. Haraldur lék á fimm höggum yfir pari og Guðmundur á fjórum yfir pari. Haraldur féll við það úr 36. sæti í það 50. á einu höggi yfir pari samanlagt á mótinu. Guðmundur endaði í 57. sæti á þremur yfir pari samanlagt. 

Andri Þór Björnsson var líka á meðal keppenda á mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Rigningin hafði líka áhrif á efstu menn. Frakkinn Robin Sciot-Siegrist var efstur fyrir lokahringinn í dag en hann lék á fimm yfir pari og féll í þriðja sæti. Það nýtti landi hans, Joël Stalter, sér. Hann lék á tveimur undir pari í dag og lyfti sér á toppinn og vann mótið.