Biður fólk að fara varlega vegna veðurs

18.07.2020 - 12:53
Mynd: Veðurstofan / Veðurstofan
Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn sé hætta á grjóthruni úr fjallshlíðum þar sem mikið hefur rignt og biður fólk að fara varlega. Farið er að draga úr rigningu en áfram er útlit fyrir mikið regn víða á Norðurlandi. Hugsanlega þarf að framlengja gular viðvaranir vegna hvassviðris á suðaustanverðu landinu.

„Það er aðeins farið að draga úr rigningu virðist vera en það getur samt haldið áfram að rigna hellimikið á Mið-Norðurlandi og Norðurlandi eystra næsta sólarhringinn. Við megum búast við því að það rigni áfram fram á nóttina allavega,“ sagði Þorsteinn í hádegisfréttum.

Gular viðvaranir eru í gildi viðast á sunnanverðu landinu vegna hvassviðris. Snarpar vindviður eru við fjöll á svæðinu frá Faxaflóa inn á Suðausturland. Þorvaldur segir að það dragi úr hvassviðri á suðaustanverðu landinu í nótt. „ En svo getur það rokið upp aftur í fyrramálið. Við þurfum kannski að lengja viðvaranirnar þar.“

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi