Bíða niðurstöðu mótefnamælinga hjá fimm

18.07.2020 - 11:34
Mynd með færslu
 Mynd: Þórhildur Þorkelsdóttir - RÚV
Sex COVID-19 smit greindust á landamærunum í gær. Einn mældist með mótefni og er smit viðkomandi því ekki virkt. Beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar í hinum fimm sem greindust með smit. Því er ekki ljóst hvort að viðkomandi séu með virkt smit eða gamalt sem ekki er lengur smitandi. Ekkert innanlandssmit hefur greinst frá 2. júlí þegar þrjú smit greindust.

Alls voru tekin 1.639 sýni í gær, 1.460 í landamæraskimun og 179 innanlands.

Frá upphafi sýnatöku á landamærunum hafa fimmtán greinst með virkt smit við komuna til landsins, 81 með mótefni og beðið er niðurstöðu mótefnarannsókna hjá fimm frá því í gær.  

 
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi