Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Aftur frestað á Hvaleyrinni

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ

Aftur frestað á Hvaleyrinni

18.07.2020 - 12:22
Aftur þurfti að fresta keppni í Hvaleyrarbikarnum í golfi í Hafnarfirði í dag. Til stendur að leika tvo hringi á morgun og ljúka mótinu.

Hvaleyrarbikarinn er leikinn á samnefndum velli í Hafnarfirði og er hluti af stigamótaröð Golfsambandsins. Keppni átti að hefjast í gær en var aflýst vegna veðurs. Mótið var þá stytt í tvo hringi og átti að leika í dag og á morgun. 

Keppendur fóru af stað í morgun en voru fljótlega kallaðir aftur inn þar sem veður var afleitt. Skorið á þeim holum sem búið var að ljúka strikað út.

Stefnt er að því að leika 36 holur á morgun. Ræst verður af öllum teigum klukkan 6:30 í fyrramálið og verða fjórir kylfingar saman í ráshópi í stað þriggja. Seinni hringurinn verður svo leikinn frá 13:00 á morgun og verða þá þrír saman í ráshópi eins og hefðbundið er. Ræst verður af 1. og 10. teig og ætti keppni því að ljúka undir kvöldmat.