12 ára í sjálfheldu við Uxafótalæk

18.07.2020 - 19:01
Björgunaraðgerðir við Uxafótalæk
 Mynd: Landsbjörg
Björgunarsveitin á Vík í Mýrdal var kölluð út á sjötta tímanum í kvöld vegna 12 ára drengs í sjálfheldu við Uxafótalæk rétt austan við Vík. 

Drengurinn hafði verið að skoða sig um og klifrað í klettum við foss í Uxafótalæk þegar hann varð skelkaður og þorði ekki niður á sjálfsdáðum, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarsveitafólk var því fengið til að koma honum til aðstoðar. Settur var upp búnaður á vettvangi til að tryggja öryggi drengsins og fylgdi björgunarsveitarfólk honum síðan heilum á húfi niður úr klettunum rétt upp eftir klukkan hálf sjö í kvöld.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi