Vonar að ástandið verði orðið eðlilegt fyrir jól

17.07.2020 - 15:13
epa08525421 A handout photo made available by n10 Downing street shows Britain's Prime Minister Boris Johnson holding a digital Covid-19 press conference in n10 Downing street in London, Britain, 03 July 2020.  EPA-EFE/PIPPA FOWLES HANDOUT This image is for Editorial use purposes only. The Image can not be used for advertising or commercial use. The Image can not be altered in any form. Credit should read Pippa Fowles/n10 Downing street. HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Mynd: EPA-EFE - DOWNING STREET
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vonar að ástandið í Bretlandi verði orðið eðlilegt fyrir jól. Þetta sagði Johnson er hann greindi frá hvernig bresk stjórnvöld vonast til að losa um hömlur vegna kórónuveirunnar í skrefum.

Johnson varaði þó við að á sama tíma og hann væri að vonast eftir bestu mögulegu útkomu, þá yrðu Bretar einnig að búa sig undir að allt færi á versta veg.

Rúmlega 45.000 hafa þegar látist úr kórónuveirunni í Bretlandi og hafa hvergi í Evrópu fleiri látist úr COVID-19. Smittilfellum fer þó fækkandi og hafa bresk stjórnvöld byrjað að losa um hömlur.

Samkvæmt aðgerðunum sem kynntar voru í dag munu vinnuveitendur, frá 1. ágúst fá aukna stjórn á því hvort að starfsfólk þeirra vinni heima eða mæti á vinnustað. Eins á að endurskoða áhættuna sem talin er stafa af hópamyndun og þá verður skoðað hvort öruggt verði að hætta með tveggja metra regluna áður en jólin ganga í garð.

„Ég trúi því einlæglega að við munum geta endurskoðað núverandi hömlur og tekið upp venjulegra líf í fyrsta lagi í nóvember og mögulega fyrir jólin,“ sagð Johnson.

Hann ítrekaði þó að allar slíkar áætlanir byggi á því að smittilfellum fari áfram fækkandi.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi