Þrýsta á Biden að velja varaforsetaefni

epa08290130 Democratic candidate Joe Biden speaks about the coronavirus at the Hotel Du Pont in Wilmington, Delaware, USA on 12 March 2020. The U.S. has topped 1,000 confirmed cases of coronavirus.  EPA-EFE/TRACIE VAN AUKEN
Joe Biden. Mynd: EPA-EFE - EPA
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, mætir nú síauknum þrýstingi frá eigin flokki um að greina frá því hvern hann velji sem varaforsetaefni. 

Biden hefur þegar gefið það út að hann muni velja konu sem varaforsetaefni sitt. Sagði Biden nú vikunni að undirbúningi fyrir valferlið verði lokið fyrir lok næstu viku. Þá taki við viðtöl við möguleg varaforsetaefni áður en tilkynnti verði snemma í ágúst hver verði fyrir valinu.

Biden nýtur meira fylgis en Donald Trump Bandaríkjaforseti í skoðanakönnunum og því segir Reuters fréttaveitan marga demókrata nú velta fyrir sér hvaða varaforsetaefni muni bæta fylgi Bidens mest í forsetakosningunum 3. nóvember.

Konurnar sem koma til greina eru meðal annars öldungadeildarþingmennirnir Kamala Harris, Elizabeth Warren og,Tammy Duckworth, fulltrúadeildarþingmennirnir Val Demings og Karen Bass, Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjaf, Michelle Lujan ríkisstjóri Mexíkó og Keisha Lance Bottoms borgarstjóri Atlanta.

Reuters segir valið ekki vera auðvelt þar sem Biden verði að horfa til marga þátta, þar með talið hugmyndafræði og kynþáttar, hæfni varaforsetaefnisins til að safna í kosningasjóð og svo hversu vel viðkomandi falli að hinu hefðbundna varðhundshlutverki varaforsetaefnisins með árásum sínum á Trump.

 

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi