Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Þjóðhátíðarlagið 2020: Takk fyrir mig

Þjóðhátíðarlagið 2020: Takk fyrir mig

17.07.2020 - 17:12

Höfundar

Bræðurnir Ingó Veðurguð og Gummi Tóta sömdu þjóðhátíðarlagið í ár ásamt Halldóri Gunnari Fjallabróður sem pródúseraði. Þrátt fyrir engan brekkusöng í ár geta landsmenn því slegið á mesta söknuðinn með því að hlusta á nýtt lag og myndband sem fangar sannkallaða þjóðhátíðarstemningu.

Þakklæti efst í huga

„Við erum þakklát þrátt fyrir breytta tíma. Njótið vel og við hlökkum til að sjá ykkur í dalnum að ári,“ var tilkynnt á Facebook-síðu Þjóðhátíðar í dag þegar þau deildu myndbandinu. Hátíðinni var formlega aflýst á þriðjudaginn.

Ketchup Creative, auglýsingastofa, gerði myndbandið.

Tengdar fréttir

Vestmannaeyjabær

Þjóðhátíð í Eyjum aflýst