Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Samkomulagið samræmist ekki persónuverndarlögum ESB

he main entrance to the European Court of Justice (ECJ) in Luxembourg, 19 December 2019 (reissued 16 July 2020). Reports on 16 July 2020 state The European Court of Justice has invalidated Decision 2016/1250 on the adequacy of the protection provided by the EU-US Data Protection Shield because of concerns on surveillance, an important method the European Union has used to transfer EU citizens' private information to USA for commercial use by big technology companies such as Facebook. However the court said the EU 'Commission Decision 2010/87 on standard contractual clauses for the transfer of personal data to processors established in third countries is valid'. The court ruling comes following Austrian privacy advocate Max Schrems filing a data privacy infringement lawsuit against Facebook, the US online social networking service. EPA-EFE/JULIEN WARNAND
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Evrópudómstóllinn hefur ógilt ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fjallar um að vernd persónuupplýsinga samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem kallast Data Protection Shield sé fullnægjandi.

Dómurinn féll í Lúxemborg í gær.

Samkomulagið felur í sér að flutningur persónuupplýsinga til fyrirtækja í Bandaríkjunum sem hafa farið í gegnum tiltekið ferli og fengið skráningu á þar til gerðan lista bandaríska viðskiptaráðuneytisins hefur verið talinn öruggur hingað til.

Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ákvæði bandarískra laga um aðgengi þarlendra yfirvalda að persónuupplýsingum sem fluttar hafa verið frá Evrópska efnahagssvæðinu feli í sér takmarkanir á vernd persónuupplýsinga sem séu ekki afmarkaðar með þeim hætti að unnt sé að líta svo á að hún sé sambærileg þeirri vernd sem reglugerð ESB, eða almenna persónuverndarreglugerðin, kveður á um. Persónuverndarlögin voru samþykkt fyrir tveimur árum.

Þurfa að ná samkomulagi á ný sem samræmist lögum

Málið má rekja aftur til þess þegar Max Schrems, formaður samtaka um netöryggi, NOYB (e. None of your Business), lagði fram kvörtun hjá írsku persónuverndinni 2015 um að það samræmdist ekki evrópulöggjöf að bandarísk yfirvöld gætu haft aðgang að upplýsingum notenda Facebook án milligöngu þeirra. Málfið fór fyrir írska dómstóla því höfuðstöðvar Facebook í Evrópu eru í Dyflinni.

Í kjölfarið vöknuðu fleiri álitamál varðandi samkomulag ESB og Bandaríkjanna um persónuvernd.

„Það er ljóst að Bandaríkin þurfa að gerbreyta eftirlitslöggjöf sinni ef fyrirtækin vilja halda áfram að vera hluti af evrópskum markaði,“ hafði BBC eftir Schrems.

Evrópska persónuverndarráðið fundaði í dag vegna dómsins og sendi frá sér tilkynningu þar sem það bendir á að ná þurfi nýju samkomulagi við Bandaríkin um aðgengi stjórnvalda að persónuupplýsingum sem samræmist lögum Evrópusambandsins.