Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Rannsókn á uppruna alheimsins tefst

epa04456542 A undated handout image made available by NASA on 21 October 2014 showing part of the Large Magellanic Cloud (LMC), a small nearby galaxy that orbits our galaxy, the Milky Way, and appears as a blurred blob in our skies. The NASA/ESA Hubble
 Mynd: EPA - ESA/Hubble & NASA
Enn þarf að fresta því að koma James Webb geimsjónaukanum á sporbaug um sólu.

Talsmenn Bandarísku geimrannsóknarstofnunarinnar (NASA) tilkynntu þetta í gær en ýmis tæknileg vandamál hafa tafið verkið auk þess sem kórónuveirufaraldurinn bætti ekki úr skák.

Til stóð að sjónaukanum yrði skotið á loft í mars á næsta ári en nú hefur því verið frestað til októberloka 2021. Hönnun og þróun sjónaukans hefur tekið á þriðja áratug en ýmsar tæknilegar áskoranir hafa orðið til þess að framkvæmdin hefur tafist og kostnaðurinn við smíðina tvöfaldast.

James Webb sjónaukinn, sem á að leysa Hubble sjónaukann af hólmi, fer á sporbaug um sólina í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá Jörðinni. Til samanburðar má geta þess að fjarlægðin til Mars er um það bil 225 milljónir kílómetra.

Tilgangurinn með sjónaukanum er að komast á snoðir um uppruna alheimsins. Hann er að sögn talsmanns NASA flóknasta geimrannsóknartæki sem sem smíðað hefur verið enda leggur stofnunin mikla áherslu á að koma honum í gagnið.