Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Öflugur jarðskjálfti í Papúa Nýju Gíneu

17.07.2020 - 03:41
Mynd með færslu
 Mynd: USGS
Jarðskjálfti sem mældist 6,9 stig reið yfir austurhluta Papúa Nýju Gíneu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.

Áður útgefin flóðbylgjuviðvörun hefur verið dregin til baka. Jarðskjálftinn á upptök sín skammt undan ströndum eyjunnar Nýja Bretlands og 85 kílómetra undir yfirborði jarðar að sögn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna. Þar eru tvö virk eldfjöll.

Hvorki hafa borist fréttir af manntjóni né skemmdum á mannvirkjum. Eggert Gunnarsson, viðmælandi fréttastofunnar, búsettur í bænum Goroka sem er 1600 metrum yfir sjávarmáli, kveðst oft hafa fundið fyrir jarðskjálftum þar en þessi sé sá öflugasti sem hann hafi upplifað. 

Hann segir fólk skelkað en sjálfur sé hann rólegur yfir jarðskjálftanum. Hann  telur ekkert tjón hafa orðið í heimabæ hans.

Fréttin hefur verið uppfærð.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV