Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Ný bók um Donald Trump selst sem heitar lummur

epa08546122 Copies of the book by Mary Trump, 'Too Much and Never Enough: How My Family Created the World’s Most Dangerous Man', are seen available at a bookstore in Alexandria, Virginia, USA, 14 July 2020. The neice of US President Donald J. Trump, Mary Trump, had been blocked by a court order from publicizing her tell-all book until the day before the book release. Released 14 July 2020, the book has gained attention as an intimate look into the private life of US President Trump.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ný bók um Donald Trump selst sem heitar lummur

17.07.2020 - 04:49

Höfundar

Bók Mary Trump bróðurdóttur Donalds Trump um frænda sinn Bandaríkjaforsetann seldist í nærri milljón eintökum á fyrsta degi eftir útkomu.

Það er haft eftir útgefanda bókarinnar, sem ber heitið Too Much and Never Enough: How My Family Created the World's Most Dangerous Man sem gæti útlagst sem Alltof mikið og aldrei nóg. Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann í heimi.

Í bókinni lýsir höfundurinn frænda sínum sem fáfróðum hrokagikk sem hún sem sálfræðingur myndi greina sem sjálfsdýrkanda eða narsissista. Ættingjar Mary Trump hafa mótmælt útgáfu bókarinnar harðlega. Robert, yngri bróðir forsetans, höfðaði dómsmál án árangurs til að stöðva útgáfuna og úr Hvíta húsinu berst að bókin sé full ósanninda.

Sagt er að í bókinni birtist í fyrsta sinn skrif ættingja nokkurs Bandaríkjaforseta sem ekki upphefji hann eða skjalli.

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Lýsir Trump sem sjálfselskum lygara

Erlent

Trump vill stöðva útgáfu bókar frænku sinnar

Stjórnmál

Bókin um Donald Trump rifin út