Íslandsmet féll á fyrsta degi Íslandsmótsins

epa08047284 Anton Sveinn McKee of Iceland competes in the Men's 200m Breaststroke Final at the LEN European Short Course Swimming Championships 2019 in Glasgow, Scotland, Britain, 5th December 2019.  EPA-EFE/ROBERT PERRY
 Mynd: EPA

Íslandsmet féll á fyrsta degi Íslandsmótsins

17.07.2020 - 20:02
Eitt Íslandsmet er þegar fallið á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins í sundi í 50 metra laug sem hófst nú seinni partinn.

Það var strax í fyrstu grein mótsins, 4x50 blönduðu fjórsundi sem sveit Sundfélag Hafnarfjarðar sló fimm ára gamalt Íslandsmet. Þau , Ant­on Sveinn McKee, Dadó Fenrir Jasmínu­son, Jó­hanna Elín Guðmunds­dótt­ir og Steingerður Hauks­dótt­ir skipuðu sveitina sem slógu metið sem önnur sveit innan SH átti. Þau syntu á 1:48,34 mínútu en það gamla var 1:51,33 mínúta.

Þá vann Jóhanna Elín Miu Nielsen í 50 metra skriðsundi kvenna en Mia státar af mörgum verðlaunum af Ólympíu- heims og Evrópumótum. Jóhanna synti þá á 26,08 sekúndum og Nielsen á 26,48 sekúndum.

Eini Íslendingurinn með Ólympíulágmark, Anton Sveinn McKee vann með yfirburðum í 100 metra bringusundi þegar hann var rúmum fjórum sekúndum á undan næsta manni en þó rúmum tveimur sekúndum frá eigin Íslandsmeti í greininni.

Í 50 metra skriðsundi karla sigraði Dadó Fenrir Metin Aydin frá Tyrklandi en þeir voru í sérflokki af 22 keppendum í 50 metra skriðsundi karla. Dadó fór á 23,39 sekúndum en Aydin var annar á 23,43 sekúndum.

Íslandsmetið í sundi heldur áfram á morgun og laugardag í Laugardalslaug.

Tengdar fréttir

Sund

„Markmiðið er að hafa mjög gaman“