Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Íbúum Barcelona gert að halda sig heima

17.07.2020 - 22:37
epa08551658 Convicted Jordi Cuixart (C), Catalan pro-independent group Omnium Cultural's President, is welcomed upon his arrival at Omnium Cultural's headquarters in Barcelona, Catalonia, Spain, 17 July 2020. The group celebrates that Cuixart and the rest of imprisoned Catalan pro-independent leaders were granted to leave the prison and spend several days at home weekly.  EPA-EFE/ANDREU DALMAU
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Fjórum milljónum íbúa borgarinnar Barcelona á Spáni var sagt að halda sig heima við í dag eftir að kórónuveirutilfellum tók á fjölga á ný. 

„Við verðum að taka eitt skref aftur á bak til að forðast þurfa að grípa aftur til útgöngubanns á næstu vikum,“ hefur AFP-fréttaveitan eftir Meritxell Budo, talskonu katalónsku stjórnarinnar.

150 ný hópsmit hafa nú greinst víðs vegar á Spáni, en alls hafa nú 28.400 látist af völdum veirunnar í landinu sem er eitt þeirra Evrópuríkja sem hafa orðið hvað verst úti.

Barcelona er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Evrópu. Borgaryfirvöld þar biðluðu til leiðtoga Evrópusambandsins sem funduðu í Brussel í dag um um kórónuveiruna og hvernig endurreisa megi efnahagslíf sambandsins.

Fjöldi ríkja og borga hefur þurft að taka skref aftur á bak, líkt og Barcelona gerir nú, vegna annarra öldu kórónuveirusmita.

AFP segir þungt hafa verið yfir leiðtogum Evrópusambandsins á fundinum í Brussel. Þetta er fyrsti fundur leiðtoganna, sem ekki fer fram í gegnum fjarfundarbúnað, eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á.

Skiptar skoðanir eru meðal leiðtoganna um hvernig eigi að verja eigi 750 milljörðum evra sem eiga að glæða efnahagskerfi sambandsins lífi á ný og eru mörg ríkin í norðri treg til að veita ríkjunum í suðurhluta álfunna fjármuni án strangra skilyrða.

Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði mikinn skoðanamun enn milli manna og að hún ætti von á „mjög, mjög erfiðum viðræðum.“

 

Rúmlega 590.000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar og rúmlega 13,8 milljónir manna hafa greinst með smit.

Á Indlandi hefur nú milljón manna greinst með veiruna og í Brasilíu nær fjöldi smittilfella tveimur milljónum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er tilfellum í Brasilíu þó hætt að fjölga.