Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Holtasóley í hættu

17.07.2020 - 01:10
Erlent · Blóm · Bretland · England · gróður · gróðurfar · Skotland · Wales
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Holtasóley, sem einnig gengur undir heitunum hárbrúða eða hármey, er nánast í útrýmingarhættu á Englandi. Þetta kemur fram á vef BBC.

Fyrir tæpum sextán árum var Holtasóley valin þjóðarblóm Íslands. Hún er harðger jurt og algeng um land allt.

Hana er einnig að finna á Írlandi, í Skandinavíu og til fjalla í Frakklandi og Þýskalandi. Hún hefur einnig vaxið villt á norðanverðu Bretlandi.

Nú er þó svo komið að Holtasóley er í útrýmingarhættu á Englandi og á einnig undir högg að sækja í Wales. Hún stendur þó enn í blóma í Skotlandi.

Til að bregðst við þeirri ógn sem að blóminu steðjar er ætlunin að rækta það í hlíðum Helvellyn, þriðja hæsta fjalls Englands. Það er í Vatnahéraðsþjóðgarðinum á norðvestur Englandi, vinsælum ferðamannastað og viðfangsefni nítjándu aldar ljóðskálda.

Holtasóley er ekki einasta þjóðarblóm Íslands heldur er hún kjörin til lækninga, einkum við bólgum og sárum.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV