Fyrsta hring aflýst vegna veðurs á Hvaleyrinni

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ

Fyrsta hring aflýst vegna veðurs á Hvaleyrinni

17.07.2020 - 14:24
Hvaleyrarbikarinn, sem er hluti af stigamótaröð Golfsambands Íslands, átti að hefjast á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag. Mótstjórn hjá Golfklúbbnum Keili tók þá ákvörðun í dag að aflýsa fyrsta hring vegna veðurs.

 

Ef veður leyfir verður keppt á morgun og á sunnudag. Til stóð að leiknar yrðu 54 holur og er mótinu því breytt í 36 holu mót í staðinn. 

Vonskuveður er víða um land og reyndir menn könnuðu aðstæður á Hvaleyrarvelli í morgun áður en ákvörðunin var tekin samkvæmt tilkynningu frá Keili. Ekki er heldur útlit fyrir að veðrið skáni fyrr en undir kvöld samkvæmt veðurspá. Rástímar sem lágu fyrir í dag færast yfir á morgundaginn.